Færsluflokkur: Vísindi og fræði

Kynjamunur á listaverkamarkaði

Samkvæmt frétt í Morgunblaðinu í dag (28.3.2007) er verulegur kynjamunur á listaverkaeign breska Tate safnsins. Einungis 7% af safnaeigninni er eftir konur sem þó eru 12% af listamönnum sem safnið a verk eftir. Tate safnið hefur nú sett sér það markmið að minnka þennan mun.

Engin rannsókn hefur verið gerð hér á landi hvernig skiptingin er á milli kynjanna á listasöfnunum né heldur hvort kaupendur listaverka almennt séu frekar að leita eftir verkum kvenna eða karla.

Óformleg könnun sem skrifari gerði á listaverkamarkaðinum leiddi í ljós að nokkur munur er á kynjunum. Könnunin náði yfir sölu verka í galleríum á árinu 2006. Verk sem voru seld á uppboðum voru ekki tekin með í þessari könnun. Niðurstöður könnunarinnar voru þær að um það bil 55% listamanna sem seldu listaverk á árinu 2006 voru konur og þær áttu 51% af andvirði seldra verka á tímabilinu. Þessi skipting er sem sagt nokkuð jöfn hér á landi. En ef fjöldi verka sem eru á bak við þessar tölur eru skoðaðar þá kemur í ljós mikið ójafnvægi. Konur gerðu 81% af þeim verkum sem seld voru á tímabilinu á meðan karlar gerðu einungis 19%. Meðalverð verka karlkyns listamanna var um það bil kr. 97.000,- á meðan meðalverð kvenkyns listamanna var tæplega kr. 24.000,-.

Þessi óformlega könnun á listaverkamarkaðinum bendir til þess að mikill munur er á stöðu kvenna og karla og að launamunur kynjanna gæti verið verulegur. Þessar niðurstöður gætu líka bent til þess að karlar vinni frekar að fáum og stórum listaverkum á meðan konur leiti frekar í að vinna smærri en fleiri verk.

 


Háskóli Íslands neitar dr. Ágústi Einarssyni um launalaust leyfi

Háskóli Íslands hefur neitað dr. Ágústi Einarssyni nýráðnum rektor við Háskólann á Bifröst um launalaust leyfi í þrjú ár. Þar með hefur HÍ skilgreint Háskólann á Bifröst sem samkeppnisaðila .

Þessi stefna getur ekki verið góð fyrir skóla sem vill komast í hóp þeirra bestu í heimi því aðrir háskólar, erlendir sem innlendir hljóta þá líka að vera samkeppnisaðilar Háskóla Íslands. Þess vegna ættu fræðimenn sem vilja fara erlendis til rannsókna eða dvalar að sitja við sama borð og dr. Ágúst.

Þetta mun leiða til lakari árangurs hjá HÍ og er ekki til sóma fyrir hann.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband