Færsluflokkur: Kvikmyndir

ET tók það - alveg satt

ET brings it homeMálverkinu "Russian Schoolroom" eftir Norman Rockwell var stolið 1973 í St. Louis í Bandaríkjunum. Verkið er fígúratívt málverk af drengjum í rússneskri skólastofu og er nokkuð áhrifamikið og sérstakt fyrir listamanninn.

Verkinu var stolið úr Circle Art galleríinu að nóttu til og brutu þjófarnir glugga til að komast að því, þeir tóku ekkert annað. Verkið kom síðan aftur fram 1988 þar sem það átti að fara á uppboð. Það var síðan árið 1989 sem verkið var selt í New York til Steven Spielberg (ekki 1999 eins og mbl.is segir frá) og salan var á þeim tíma tilkynnt til FBI Art Crime Team. Meðal þeirra sem tilkynntu að verkið væri til sölu var Mary Ellen Shortland sem var galleríisti í Circle Art galleríinu.

Af einhverjum ástæðum fann FBI aldrei upphaflegu lögregluskýrslunar og engin gögn um að verkinu hefði nokkurn tíman verið stolið. Það var síðan árið 2004 sem FBI endurvakti rannsóknina á þjófnaðinum og komst að því að Spielberg hafi að öllum líkindum keypt verkið fyrir 200.000 dollara. Óvíst er hvort leikstjórinn hafi á þeim tíma haft vitneskjum um að verkið væri þýfi og mun geyma það hjá sér þar til samið hefur verið um málslok.

Ætli afsökun Spielbergs verði ekki að ET hafi tekið verkið í gáleysi.


mbl.is Stolið málverk finnst hjá Steven Spielberg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Topp 10 listinn

Í einu af morgunblöðunum sá ég auglýsingu um kvikmynd sem tekin verður til sýningar í Regnboganum þann 9. febrúar. Lítur út fyrir að vera spennandi ævintýramynd fyrir unglinga og fullorðna, margverðlaunuð mynd samkvæmt auglýsingunni og tilnefnd til 6 óskarsverðlauna.

Það sem vakti athygli mína að í þessari auglýsingu er tekið sérstaklega fram að myndin sitji á fleirum en 130 topp 10 listum. Fer ekki að vera spurning um að gera topp 10 lista yfir þær myndir sem sitja á flestum topp 10 listum. Soldið farið að snúast um sjálft sig, er það ekki?

Vinsældarlsitar eru ágætir. Þeir hjálpa þeim óákveðnu til að mynda sér skoðanir á hinum ýmsu hlutum. Hverjir eru bestu rithöfundarnir, bestu kvikmyndagerðarmennirnir og bestu myndlistarmennirnir.

Vandamálið við þessa lista er að oft á tíðum eru þeir samsettir af misgáfulegum forsendum. Í besta falli geta þeir flokkast undir að vera skoðanir einstaklinganna sem settu þá saman. Síðan eru auðvitað listarnir sem fara eingöngu eftir sölu en þeir eru heldur ekki gallalausir.


Infernal Affairs - Mou gaan dou

ia5Infernal Affairs eða Mou gaan dou eins og hún heitir á frummálinu er mynd sem kemur á óvart.

Ég greip hana með sem fríspólu þegar ég leigði The Da Vinci code um helgina og gerði mér ekki neinar sérstakar væntingar til hennar. Varð reyndar fyrir jafn miklum vonbrigðum með sögu Dan Brown eins og ég varð undrandi á gæðum hinnar kínversku ræmu leikstjóranna Wai Keung Lau og Siu Fai Mak.

Sagan fjallar um langvinnar deilur lögreglunnar og glæpagengja í Hong Kong. Chan er leynilögregla sem hefur smyglað sér í innsta hring glæpagengis. Hann hefur unnið í svo mörg ár í þessari leynilegu aðgerð að aðeins einn maður innan lögreglunar veit hver hann er í raun og veru. Á sama tíma hefur einn af glæpagenginu, Lau sem leikinn er af Lau Kin Ming, unnið sig upp innan lögreglunnar. Báðir aðilar gera sér grein fyrir því að svikari er á meðal þeirra og upp úr því hefst mikil barátta til að uppræta hann.

Infernal Affairs er gerð 2002 en árið 2003 komu út Infernal Affairs II og Infernal Affairs III sem mig hlakkar til að sjá enda bauð fyrsta myndin upp á góðan söguþráð og fína spennu.

ia1  ia2  ia3  ia4


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband