Strákadagur

Veðrið lék við okkur strákana í dag. Hitinn fór í 32 stig, sól og blíða í Shanghai borg. Byrjuðum daginn á því að sækja hausinn á Hansa út á pósthús. Já, þú last rétt. Sækja hausinn hans Hans. Strákurinn búinn að láta gera brjóstmynd af sér, aðeins minni en hausinn á Davíð í ráðhúsinu. Bara gaman að því.

Eftir hádegismat fórum við út í Century Park. Garðurinn er risastór og þar er hægt að leigja sér báta, margra manna reiðhjól og fleira til að stytta sér stundir. Við leigðum okkur hjólabíl og hjóluðum um garðinn í klukkutíma. Skelltum okkur svo í smá tívolí. Rússibanar og klessubílar voru vinsælastir.

Gengum síðan að Shanghai Science and Technology Museum og fengum okkur kaffi á torginu þar fyrir framan. Þar undir er stór og mikill markaður. Ég stóðst ekki mátið og keypti mér nýtt gólfsett. Fékk fullt Callaway sett, 3 Big Bertha tré, púttur, tösku fyrir skó, tvenna hanska, tvennar húfur, tösku undir settið og ferðatöskur undir þetta allt saman fyrir 15000 kall.

Eftir að hafa skoðað markaðinn aðeins meir tókum við lestina heim, Komum við í Cloud Nine verslurnarmiðstöðinni og fengum okkur kvöldmat og ís á Cold Stone í eftirrétt. Þeir gera besta ís í heimi og Choclate Deviation er guðdómlegur.

Enduðum svo kvöldið á því að pakka inn afmælisgjöf til Bjarna afa og horfðum síðan á Spiderman 3. Voðaleg innri barátta hjá þeim unga manni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband