Þriggja mínútu þögn

Í gær kl. 14.28 hófst þriggja daga þjóðarsorg í Kína. Hér í Shanghai eins og alls staðar í Kína stóð fólk út á götu eða kom út í glugga og vottaði hinum látnu virðingu sína. Í þrjár mínútur stöðvaðist umferðin, bílstjórar þeyttu flautur sínar og almannavarnarflautur gjullu yfir húsum. Hér í borginni sem alltaf iðar af lífi, búðir og götur yfirfullar af fólki varð á svipstundu kyrr. Fólk stóð beint í baki, grafkyrrt með lokuð augu og yfirþyrmandi samstaða manna var augljós.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband