Óþörf gjaldtaka í Kópavogi

GerdasafnAðgangseyrir inn á opinber söfn eins og Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn, er algjörlega óþörf í því samfélagi sem við búum í og leiðir til ójöfnuðar auk þess að ýta undir vanþekkingu.

Það kostar að vísu ekki nema kr. 400,- inn á safnið (Gerðasafn) en fyrir stórar fjölskyldur með litlar tekjur getur þetta skipt máli og leitt til þess að fjölskyldan velur frekar að gera eitthað annað en að efla andann og auka listræna víðsýni sína.

Tekjur af aðgangseyri er óverulegur þegar kemur að heildarrekstri safna og því ættu opinberir sjóðir að geta staðið undir þeim eða söfnin gert samninga við vel stæða einkaaðila eins og Listasafn Íslands hefur gert við Björgólfsfeðga í Samson.

Í Kópavogi er því svo háttað að ákveðin hlutfallstala útsvars rennur í sjóð til reksturs menningar í bænum. Ólíkt reglum í flestum bæjarfélögum þá færist uppsöfnuð eign þessa sjóðs á milli ára og síðustu ár hefur verið afgangur af honum. Það væri því tilvlalið að nýta rekstrarafgang sjóðsins til þess að niðurgreiða aðgangseyrir Gerðasafns. Þar að auki hafa íbúum Kópavogs fjölgað gríðarlega á síðustu árum og þar með rekstrartekjur þessa menningarsjóðs.

Nú hvet ég Gunnar Birgisson og félaga hans í Kópavogi að einhenda sér í málið og afnema þessa gjaldtöku en tryggja safninu um leið tekjur á móti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband