Algjörlega óvísindaleg könnun á vinsældum

Ég hef oft velt því fyrir mér hvers vegna íþróttir (sem ég stunda mikið, sérstaklega körfubolta) eru svona fyrirferðamiklar í prentmiðlum á meðan menning og listir eiga erfitt uppdráttar. Reyndar aukast skrifin mikið á aðventunni þegar bókaútgefendur keppast við að koma nýjustu bókunum fyrir framan neytendur.

Ég viðurkenni að það er mun meira spennandi að lesa um Ísland gera næstum jafntefli í handboltaleik en lesa gagnrýni um nýjustu sýninguna eða nýjustu bókina sem var að koma út. Líklega er það ein af skýringunum, lesendur og kaupendur auglýsinga vilja spennu. Ég sakna samt meiri umfjöllunar um listir, sérstaklega umfjöllunar um myndlist í blöðum og tímaritum.

Hin óvísindalega könnun mín á vinsældum menningar fór fram hér á síðum Moggabloggsins. Ég var að vafra um bloggflokkana og sá að fyrir aftan hvern flokk er fjöldi færsla í sviga. Það kom mér á óvart að færslur um íþróttir eru ekki nema rúmlega 1400 og það er með enska boltanum sem þó er með sérstaka sjónvarpsstöð til að koma sér á framfæri hér á landi. Menning og listir eru aftur á móti með rúmlega 2000 færslur og ef við tökum tónlistina með, rúmlega 3200 færslur, eða næstum tvöfalt meira en íþróttirnar.

Kannski eru lesendur íþróttafrétta bara svona uppteknir við áhorfið og lesturinn að þeir hafi ekki tíma til þess að skrifa um áhugamál sín, en kannski, já kannski hefur hinn almenni bloggari einfaldlega meiri áhuga á menningum og listum ýmis konar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband