28.1.2007 | 13:10
Smölun Frjálslynda flokksins
Nú þegar kosningar í stjórn Frjálslynda flokksins eru yfirstaðnar er ágætt að spyrja sig hvað hvort hæfustu menn flokksins hafi verið valdir til starfa. Ljóst er að hinn nýji vængur flokksins sem kemur úr röðum Nýs afls vann ötullega að því að smala fólki í flokkinn í þeim tilgangi að ná þar völdum og koma í veg fyrir að Margrét Sverrisdóttir yrði kosin varaformaður.
Stuðningsmenn hvorrar fylkingar fyrir sig hafa væntanlega verið ötular við úthringingar og hvatt fólk til þess að kjósa sitt fólk. Sý fylking sem býður bestu þjónustuna og er duglegast við smölun nær völdum. Svona er fer kapphlaupið að völdum fram, það byrjar í smölun til kosninga innan flokksins.
En er í lagi að beita hvaða aðferð sem er til þess að fá atkvæði. Nú fyrir skemmstu varð allt vitlaust á Akureyri þegar frambjóðandi bauð milljóna greiðslu í flokkssjóðinn gegn því að fá ákveðið sæti á listanum. Almenningi fannst viðkomandi fara yfir strikið en hann koma samt hreinn og beinn fram, var ekkert að fela hvað hann bauð.
Hins vegar veit ég að andstæðingar Margrétar Sverrisdóttur buðust til þess að greiða félagsgjöldin í Frjálslynda flokknum gegn því að fá atkvæði. Það var ekki opinbert eða haft uppi á borðinu þegar hinn almenni félagsmaður greiddi atkvæði sitt og það finnst mér ekki sanngjarnt.
Ég spái því að Frjálslyndi flokkurinn eigi eftir klofna á einhvern hátt í framhaldi þessarra niðurstaðna og Margrét eigi eftir að færa sig yfir í annan stjórnmálaflokk.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.