Spennandi uppboð framundan

Þorvaldur SkúlasonMikil læti voru á uppboði í Danmörku fyrr í vikunni þegar málverkið "Hvítasunnudagur" eftir Kjarval var boðið upp. Nú verður gaman að sjá hvort hið sama verði upp á teningum á sunnudag á uppboði Gallerís Foldar sem fram fer á Hótel Sögu kl. 19.

Mjög mörg góð listaverk verða boðin upp og má þar m.a. nefna verk eftir Þorvald Skúlason "Telpur í boltaleik" sem er líklega eitt besta verk hans frá þessu tíma. Þorvaldur sýnir í verkinu ákveðna hreyfingu sem kemur oft fram í verkum hans síðar á ferlinum. Þessa sömu hreyfingu má sjá í abstrakt verkum listamannsins eins og "Stormi" frá 1971. Ljóst er að barist verður um þetta verk á uppboðinu og jafnvel met slegin.

Fleiri góð verk verða boðin upp. Eitt lítið og fallegt verk eftir Louisu Matthíasdóttur af húsum í Reykjavík en verk eftir hana koma ekki oft inn á uppboð og reyndar ekki oft í sölu heldur. Stórt olíumálverk eftir Gunnlaug Blöndal af Reykjavíkurhöfn 1943 verður einnig boðið upp en það verk hefur verið í einkaeigu í Bandaríkjunum í áratugi og því ekki verið sýnt hér á landi. Þá verður lítil mynd eftir Mugg boðin upp en á síðasta uppboði seldist svipað verk á kr. 1.500.000,- auk gjalda en verðmatið var einungis kr. 600.000,-

Verkin eru öll til sýnis í Galleríi Fold um helgina en einnig er hægt að skoða uppboðsskrána á www.myndlist.is.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband