6.3.2007 | 23:33
Hækkun á Íslensku listaverkavísitölunni
Yfirlit 2006
Íslenska listaverkavísitalan hækkaði um 18% á árinu 2006 sem er töluvert minni hækkun en var á milli áranna 2004 til 2005 þegar visitalan hækkaði um 124%. Verðmæti seldra verka árið 2006 er kr. 105.533.627,- á verðlagi ársins 2005 sem er aukning upp á 21% frá fyrra ári.
Á tímabilinu 1985 til 2006 er heildarverðmæti sleginna verka á uppboðum kr. 1.478.406.779 á verðlagi ársins 2005 og heildarfjöldi verka rétt tæplega tólf þúsund.
Horfur 2007
Fyrsta uppboð ársins 2007 bendir til mikillar hækkunnar en þar voru slegin verk fyrir rúmar 53 milljónir króna og meðalverð verka var kr. 361.171,- sem er 109% hækkun frá meðalverði ársins 2006 og hærra en á nokkru öðru uppboði á Íslandi. Verk eftir Ásgrím Jónsson unnið með vatnslitum var selt á 8,9 milljónir sem er hæsta verð sem fengist hefur á uppboði fyrir verk unnið á pappír. Svipaðar hækkanir er að finna á uppboðum erlendis og skemmst að minnast sölu á verkinu Hvítasunnudagr eftir Jóhannes S. Kjarval sem seldist á rúmar 15 milljónir á uppboði hjá Bruun Rasmussen.
Flokkur: Menning og listir | Breytt 7.3.2007 kl. 10:54 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.