Biðraðamenning


streetscene

Kínverjar eru ekki mikið fyrir að bíða í röð. Kannski er það vegna þess að þeir eru svo margir og eina leiðin til þess að komast áfram er að drífa sig fremst. Þegar þeir vilja komast út úr lestinni (sem venjulega eru yfirfullar) er bara ýtt og troðist og ef þú gerir það ekki líka þá verður þú bara eftir og missir annað hvort af lestinni eða kemst ekki út úr henni.

Þeir gera þetta líka í umferðinni. Þeir eru ekkert sérstaklega að spá í það hvort það sé raut ljós eða grænt. Hvort þú sért að keyra á réttri akrein eða ekki og þeir spá ekkert í það hvort það sé bíll eða gangandi vegfarandi í vegi fyrir þeim. Eins ótrúlega og það hjómar samt þá virðist þetta ganga upp. Ef þú vilt fara yfir götu, þá leggur þú bara í hann og æðir yfir, með vakandi auga samt. Og viti menn. Aðrir hægja á sér eða í það minnsta beygja frá til þess að keyra ekki yfir þig. Miðað við alla þá gríðarlegu umferð sem er hér í Shanghai þá hef ég ekki enn séð beyglaðan bíl eða keyrt fram á árekstur. Þetta bara virðist ganga upp. Held samt að það sé rétt sem sagt er í leiðsögubókunum að það eina hættulega við Shanghai sé að fara yfir götu.

Eins og ég sagði þá eru menn ekkert sérstaklega fyrir það að vera í biðröðum en á þeim stöðum sem ég hef lent i slíku eins og til dæmis í bankanum og í skólanum mínum þá bíða þeir sitjandi. Stólum er raðað upp og síðan sest maður bara aftast. Svo þegar næsti í röðinni fer þá standa allir upp og færa sig um einn stól. Ágætis æfing það. Hnébeygjur í hálftíma.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband