15.10.2006 | 12:01
Gott verð fyrir Jón Stefánsson
Verk eftir Jón Stefánsson var selt á uppboðsvefnum Lauritz.com á um það bil 4,8 milljónir króna með álögðum gjöldum. Verkið sem er málað 1913 og merkt Jón Stefánsson var slegið á 320.000 danskar krónur en á það leggst 25% uppboðs- og höfundarréttargjald.
Þetta er líklega hæsta verði sem greitt hefur verið fyrir verk eftir Jón Stefánsson en tvö verk eftir hann verða boðin upp á listmunauppboði Gallerís Foldar næst komandi sunnudagskvöld í Súlnasal Hótel Sögu.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.