15.10.2006 | 13:56
Rætur - sýning Soffíu Sæmundsdóttur
Laugardaginn 7. október opnaði Soffía Sæmundsdóttir málverkasýningu í Hliðarsölum Gallerís Foldar við Rauðarárstíg. Sýninguna nefnir listamaðurinn Rætur".
Sýningin stendur til 22. október.
Soffía Sæmundsdóttir
Soffía er með MFA gráðu frá Mills College í Oakland í Bandaríkjunum. Hún útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands vorið 1991 úr grafíkdeild og árið 1985 var hún við nám í Kunstschule í Vín í Austurríki.
Hún hefur haldið margar einkasýningar hér á landi en hún hefur einnig haldið sýningar í Noregi og Belgíu. Þetta er fjórða sýning hennar í Galleríi Fold.
Þá hefur hún einnig tekið þátt í samsýninginum á Íslandi og víða um heim, s.s. Strassbourg, Barcelona, London, New York, San Francisco og Washington.
Soffía hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir verk sín og má þar nefna að verk eftir hana var valið á sýninguna Global Women Project í New York í Bandaríkjunum. Einnig var Soffía vinningshafi í alþjóðlegri málverkasamkeppni Winsor and Newton í Svíþjóð árið 2000. Árið 2002 hlaut hún Murphy Cadogan verðlaunin fyrir framúrskarandi árangur. Soffía hlaut hin virtu Joan Mitchell verðlaunin árið 2004 fyrir framúrskarandi árangur og 2005 hlaut hún styrk úr Minningarsjóði Margrétar Björgólfsdóttur.
Sýningin stendur til 22. október.
Soffía Sæmundsdóttir
Soffía er með MFA gráðu frá Mills College í Oakland í Bandaríkjunum. Hún útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands vorið 1991 úr grafíkdeild og árið 1985 var hún við nám í Kunstschule í Vín í Austurríki.
Hún hefur haldið margar einkasýningar hér á landi en hún hefur einnig haldið sýningar í Noregi og Belgíu. Þetta er fjórða sýning hennar í Galleríi Fold.
Þá hefur hún einnig tekið þátt í samsýninginum á Íslandi og víða um heim, s.s. Strassbourg, Barcelona, London, New York, San Francisco og Washington.
Soffía hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir verk sín og má þar nefna að verk eftir hana var valið á sýninguna Global Women Project í New York í Bandaríkjunum. Einnig var Soffía vinningshafi í alþjóðlegri málverkasamkeppni Winsor and Newton í Svíþjóð árið 2000. Árið 2002 hlaut hún Murphy Cadogan verðlaunin fyrir framúrskarandi árangur. Soffía hlaut hin virtu Joan Mitchell verðlaunin árið 2004 fyrir framúrskarandi árangur og 2005 hlaut hún styrk úr Minningarsjóði Margrétar Björgólfsdóttur.
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkur: Bloggar | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.