16.10.2006 | 15:53
Uppboð á Hótel Sögu
Listmunauppboð Gallerís Foldar fór fram á Hótel Sögu í gær, sunnudag. Rúmlega eitt hundrað listverk voru boðin upp og fóru þau flest á góðu verði. Verk eftir Svavar Guðnson og Þorvald Skúlason voru seld á rúmlega tvær milljónir og verk eftir Ásgrím Jónsson og Gunnlaug Blöndal fóru á rúmlega eina milljón fyrir utan uppboðsgjöld sem leggst á verðið.
Listmunauppboð eru svolítill viðburður í sjálfu sér. Fjölmargir gestir, um það bil 250 á þessu uppboði, mæta í Súlnasal en mun fleiri koma á forsýninguna og skoða verkin. Forsýningin stendur yfir í þrjá daga fyrir uppboðið og fer fram í Galleríi Fold við Rauðarárstíg. Þeir sem komast ekki á uppboðið leggja þá inn forboð í þau verk sem áhugi er fyrir eða biðja um að hringt sé í sig frá uppboðsstað. Á hverju uppboði eru fimm starfsmenn sem sinna þessum forboðum og símaboðum.
Næsta listmunauppboð Gallerís Foldar verður haldið sunnudaginn 3. desember.
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 15:57 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.