18.10.2006 | 20:25
Sjálfdauða Gæsin
Jæja, eftir mikinn þrýsting hef ég sett inn myndir úr síðustu veiðiferð sem ég fékk frá Agli inn á vefinn.
Þessi árlega veiðiferð Sjálfdauðu Gæsarinnar gékk vonum framan. Farið var upp á Arnarvatnsheiði og gist í skála við Úlfsvatn. Veðrið að mestu gott, veiðin fín og aðbúnaður góður.
Sumir gleymdu meira en aðrir og komu hvorki með svefnpoka né tannhirðubúnað. En því var snarlega kippt í liðinn og flugvél fengin til að skutla þessu upp á heiði. Svefnpokanum varpað úr nokkur hundruð metra hæð beint fyrir framan nefið á okkur. Þökkum við vöskum nemendum í Flugskóla Íslands mikið vel fyrir.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.