21.10.2006 | 10:11
Vinnuhelgi á Bifröst
Nú er enn einu sinni komið að vinnuhelgi upp á Bifröst.
Markaðsfræði á föstudegi og siðfræði á laugardegi.
Markaðsfræðin var ansi skemmtileg og við skoðuðum margar skemmtilegar auglýsingar og fórum yfir auglýsingaherferð Glitnis (skoða auglýsingar) sem nú er verið að keyra í sjónvarpi. Í lokin unnum við síðan verkefni sem fólst í því að koma með tillögu að auglýsingum að nýjum Renault Twingo sem verður frumsýndur næsta vor en hann er vægast sagt framúrstefnulegur (skoða myndir af bílnum).
Hér eru nokkrar skemmtilegar auglýsingar:
Toyota (Human Touch): http://paultan.org/archives/2006/06/05/toyota-human-touch-advertisement/
Pulp Fiction: http://www.epica-awards.org/assets/epica/2005/finalists/film/flv/18551.htm
The Shining: http://www.epica-awards.org/assets/epica/2005/finalists/film/flv/18552.htm
The Exorcist: http://www.epica-awards.org/assets/epica/2005/finalists/film/flv/18553.htm
Titanic: http://www.epica-awards.org/assets/epica/2005/finalists/film/flv/18554.htm
Síðan er þessi hér frá Honda ótrúlega góð, það þurfti að taka hana upp 660 sinnum til þess að hún tækist:
http://www.everyvideogame.com/index.php?module=pnFlashGames&func=display&id=302&cid
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.