Listamaðurinn Louisa Matthíasdóttir

Louisa Matthíasdóttir

Louisa Matthíasdóttir
Fædd 20. febrúar 1917

Verk eftir Louisu Matthíasdóttur (Frá Reykjavíkurhöfn) verður boðið upp hjá Christies í London 31. október n.k. og er metið á um það bil 3,8 milljónir króna.

Louisa Matthíasdóttir er dóttir Matthíasar Einarssonar yfirlæknis og Ellenar Johannessen.

Louisa stundaði teikninám hjá Tryggva Magnússyni, en 1934, þá 17 ára fór hún til Danmerkur og nam næstu árin auglýsingateikningu og listhönnun við Kunsthåndværkskolen í Kaupmannahöfn.

Louisa kom heim til Íslands 1937, en árið eftir fór hún til Parísar þar sem hún stundaði nám í einkaskóla í Maison Watteau undir leiðsögn Marcel Gromaire. Í byrjun stríðsins kom Louisa heim og næstu misserin vann hún á Íslandi.

Árið 1942 fór hún síðan til New York þar sem hún stundaði nám við Art Students League og síðar í einkaskóla Hans Hoffmanns í Greenwich Village. Louisa settist að í Bandaríkjunum og árið 1944 giftist hún bandaríska listmálaranum Leland Bell.

Fyrstu einkasýningu sína hélt Louisa í New York 1948. Hingað til hafa aðeins verið haldnar þrjár einkasýningar á verkum Louisu Matthíasdóttur á Íslandi, fyrst árið 1987, en hún hefur einnig tekið þátt í sex samsýningum hérlendis.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband