23.10.2006 | 23:03
Infernal Affairs - Mou gaan dou
Infernal Affairs eđa Mou gaan dou eins og hún heitir á frummálinu er mynd sem kemur á óvart.
Ég greip hana međ sem fríspólu ţegar ég leigđi The Da Vinci code um helgina og gerđi mér ekki neinar sérstakar vćntingar til hennar. Varđ reyndar fyrir jafn miklum vonbrigđum međ sögu Dan Brown eins og ég varđ undrandi á gćđum hinnar kínversku rćmu leikstjóranna Wai Keung Lau og Siu Fai Mak.
Sagan fjallar um langvinnar deilur lögreglunnar og glćpagengja í Hong Kong. Chan er leynilögregla sem hefur smyglađ sér í innsta hring glćpagengis. Hann hefur unniđ í svo mörg ár í ţessari leynilegu ađgerđ ađ ađeins einn mađur innan lögreglunar veit hver hann er í raun og veru. Á sama tíma hefur einn af glćpagenginu, Lau sem leikinn er af Lau Kin Ming, unniđ sig upp innan lögreglunnar. Báđir ađilar gera sér grein fyrir ţví ađ svikari er á međal ţeirra og upp úr ţví hefst mikil barátta til ađ upprćta hann.
Infernal Affairs er gerđ 2002 en áriđ 2003 komu út Infernal Affairs II og Infernal Affairs III sem mig hlakkar til ađ sjá enda bauđ fyrsta myndin upp á góđan söguţráđ og fína spennu.
Flokkur: Kvikmyndir | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.