Draumur Picasso verður martröð milljarðamærings

Hjónin Steve og Elain Wynn ákváðu um daginn að selja eitt af sínum frægustu listaverkum, Drauminn eftir Picasso. Það hefur vakið nokkra athygli að Steve Wynn skyldi selja verkið sem er eitt af frægari verkum Picasso og hékk lengi á hóteli hans í Las Vegas, The Bellagio. Talið var að þetta væri eitt af hans uppáhalds verkum.

Verkið var selt fyrir metfé eða 139 milljónir dollara á uppboði en rétt eftir kaupin rak Steve olnbogann í gegn um verkið og skemmdi það. Kaupandinn, Steven Cohen frá Connecticut, hætti snögglega við kaupin en þetta er hæsta verð sem Cohen hefur nokkru sinni greitt fyrir listaverk þrátt fyrir að vera mikll safnari.

Verðið sem boðið var í verkið er 4 milljónum dollara meira en Ronald Lauder greiddi fyrir verk eftir Klimt og fréttir voru fluttar af um heim allan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband