25.10.2006 | 12:02
Einar Hákonarson sýnir í Galleríi Fold
Laugardaginn 28. október kl. 15.00 opnar Einar Hákonarson málverkasýningu í Baksal Gallerís Foldar viđ Rauđarárstíg. Sýninguna nefnir listamađurinn Málverk".
Sýningin stendur til 12. nóvember.
Opiđ er í Galleríi Fold daglega frá kl. 10.00 til 18.00, laugardaga frá kl. 11.00 til 16.00 og sunnudaga frá kl. 14.00 til 16.00.
Einar Hákonarson
Einar Hákonarson er fćddur í Reykjavík 1945 og hefur starfađ sem listmálari í yfir fjörutíu ár. Hann er fyrrum skólastjóri Myndlista- og handíđaskóla Íslands, forstöđumađur Kjarvalstađa og eigandi Listaskálans í Hveragerđi. Einar hefur veriđ einn ötulasti vörđur íslenska málverksins ţar sem hart hefur veriđ ađ ţví sótt úr ýmsum áttum hin síđari ár.
Einar kom ungur fram á sjónarsviđiđ. Eftir nám í Myndlista- og handíđaskóla Íslands og svo Valand listaháskólanum í Gautaborg kom hann heim međ myndlistarverđlaun Norđurlandaráđs og alţjóđleg grafíklistaverđlaun frá Júgóslavíu.
Einar hélt sínu fyrstu einkasýningu í Bogasalnum 1967 og kom međ manneskjuna aftur í íslenska málverkiđ ţar sem abstrakt listin réđ ríkjum. Síđan hefur Einar ávalt veriđ stefnufastur í listsköpun sinni, ţar sem manneskjan er yfirleitt í fyrirrúmi í ýmiskonar expressionísku umhverfi ţó losnađ hafi um form og liti hin síđari ár.
Sýningin nú er rökrétt framhald af Tjaldsýningu Einars í Hljómskálanum á síđasta ári.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.