30.10.2006 | 20:20
Fyrirmyndarframtak Landsbankans
Landsbanki Íslands hefur í tilefni 120 ára afmælis síns og 100 ára afmælis Færeyjabanka efnt til skiptisýningar í húsakynnum bankanna.
Verk eftir þrjá höfunda voru valin úr listaverkasafni hvors banka um sig. Landsbankinn lét landslagið ráða för og valdi verk eftir Jóhannes S. Kjarval, Kristján Davíðsson og Eggert Pétursson. Allt afbragðslistamenn og verðugir fulltrúar sinnar kynslóðar. Færeyjabanki fór svipaða leið og valdi verk eftir Ingálvur av Reyni, Sámal Joensen-Mikines og Zacharias Heinesen en hann er sá eini sem er á lífi af þeim þremenningum.
Zacharias Heinesen er Íslendingum af góðu kunnur. Hann stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1958 og 1959 m.a. undir handleiðslu Sigurðar Sigurðssonar myndlistarmanns en seinna fór hann til náms í Kaupmannahöfn. Hann hefur margoft dvalið á Íslandi á austfjörðum en einnig á Húsavík og Mývatni þar sem hann hefur lagt stund á vatnslitamálun. Hann hefur farið víða í námsferðir og haldið fjölmargar sýningar á verkum sínum.
Næsta sýning Zacharias á Íslandi verður í Hafnarborg á vormánuðum.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.