Íslensk listaverk seld fyrir næstum 30 milljónir í London

LMSjö listaverk eftir íslenska höfunda voru í gær (þriðjudag 31.1006) boðin upp hjá Christies uppboðshúsinu í Kings Street í London á sérstöku uppboði á verkum frá Norðurlöndunum.

Verkin seldust öll nema eitt eftir Nínu Tryggvadóttur sem var slegið inn. Heildar söluverðmæti verkanna með öllum gjöldum sem leggjast ofan á slegið verk nemur 29,6 milljónum íslenskra króna.

Verk Ólafs Elíassonar fóru öll nema eitt á meira en matsverði en verk Louisu Matthíasdóttur, Kjarvals og Nínu Tryggvadóttur náðu ekki matsverði. Verðið á verki Louisu er í takt við það sem fengist hefur hér á landi fyrir verk hennar en nokkra athygli vekur verðið á Kjarvalsmálverkinu. Það er mun hærra en fengist hefur fyrir álíka verk hér á landi í nokkurn tíma. Reyndar fékkst svipað verð fyrir Kjarvalsverk á uppboði í fyrra en það verk var mun stærra en þetta.

Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir íslensku verkin og söluverð þeirra. Inn í söluverðinu eru öll gjöld sem leggjast á verkin en vilji kaupandinn flytja verkið til Íslands leggst 24,5% virðisaukaskattur ofan á verðið.

 

Listamaður

Verk

VerðmatSöluverð%
Ólafur ElíassonÍslenska serían582.7501.010.100173%
Ólafur ElíassonÍslenska serían582.750621.600107%
Ólafur ElíassonÍslenska serían1.036.0001.087.800105%
Louisa MatthíasdóttirHöfnin í Reykjavík3.885.0003.108.00080%
Jóhannes S. KjarvalLandslag5.827.5005.439.00093%
Ólafur ElíassonJöklaserían23.310.00018.389.00079%
Nína TryggvadóttirÁn titils3.237.500Seldist ekki---
Samtals38.461.50029.655.50077%

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband