5.11.2006 | 21:12
Keramiklistamaðurinn Bjarni Sigurðsson
Bjarni Sigurðsson er fæddur í Reykjavík 1965
Hann stundaði nám við Myndlistaskóla Reykjavíkur 1995-96, Forskólann við Aarhus Kunstakademi 1996-97 og leirlistarnám við Aarhus Kunstakademi 1997-2000. Bjarni hefur starfað við list sína í Danmörku og tekið þátt í ýmsum sýningum þar. Hann hefur haldið eina einkakýningu hér á landi, í Hafnarborg fyrr á þessu ári.
Um verkin segir listamaðurinn: "Orðið "kakkli" er bein þýðing á danska orðinu "kakkel", sem þýðir vegg- eða gólfflís úr brenndum leir og vísar til þeirra árþúsunda gömlu hefðar mannskepnunnar að skreyta híbýli sín með litríkum steinflísum. Árhundruðum fyrir okkar tímatal sköðuðu íbúar Mesópótamíu þannig t.d. fagurlega skreyttar veggmyndir úr gljábrenndum leir. Kakklamyndir mínar má því líta á sem nútímaútfærslu á ævifornri hefð."
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.