Þar sem þrír framsóknarmenn koma saman. Þar er klofningur!

Þessi setning kom upp í hugann þar sem ég sat í makindum á efsta þilfari skipsins og las tveggja daga gömul dagblöð frá Íslandi. Svo virðist sem framsóknarmenn geti ekki gert upp hug sinn til Evrópusambandsins. Menn virðast skiptast í tvo flokka. Þá sem vilja vernda sérhagsmuni þröngs hóps framleiðenda landbúnaðarvara og þeirra sem gera sér grein fyrir því að stjórn landsins snýst um fleiri og stærri hagsmuni en þeirra eigin.

Því fyrr sem stjórnmálamenn átta sig á því að það er ekki þeirra hlutverk að ákveða hvort Íslendingar eigi að afsala sér nýfengnu sjálfstæði eða ekki. Það verður að gerast í þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem upplýstur almenningur tekur þessa mikilvægu ákvörðun.

Einnig er nokkuð ljóst að allt tal um á hvaða kjörum Íslendingar geta gengið í Evrópusambandi er í besta falli getgátur. Slíkt getur einungis komið í ljós í alvöru samningaviðræðum um aðild.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband