16.5.2008 | 00:38
Söfnun fyrir fórnarlömb skjálftans
Hörmungarnar halda áfram nú þegar nokkrir dagar eru liðnir frá skjálftanum mikla í Sichuan. Í gær reið stór eftirskjalfti yfir þorpið Yingxiu, en einungis 2000 af 10000 íbúum þorpsins lifðu fyrri skjálftann af. Skjálftinn í gær leiddi til enn frekari eyðileggingar í þorpinu og minnkaði jafnframt líkurnar á því að hægt væri að bjarga þeim sem enn eru grafnir í húsarústum.
Hér í Shanghai hefur Rauði krossinn hafið mikla söfnun til handa fórnarlömbum skjálftans. Helst er óskað eftir peningagjöfum og hafa verið settir upp básar víðs vegar um borgina þar sem hægt er að setja peninga í bauka. Einnig er boðið upp á að senda litlar upphæðir í gegn um símann með SMS. Þá hafa verið opnaðir bankareikningar og fjármálaeftirlitið hefur bannað bönkunum að taka færslugjöld af söfnunarfénu.
Í gær var Rauði krossinn búinn að safna 180 milljónum yuan, andvirði næstum 2 milljarða króna.
Foreldrar bíða í örvæntingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.