Þúsundir á flótta vegna yfirvofandi flóðahættu

Þúsundir manna flúðu frá svæðum í Beichuan sýslu vegna flóðahættu. Skriður sem urðu í stóra skjálftanum stífla Qingzhu ána þannig að stöðuvatn myndaðist. Stærð vatnins er áætlað rúmlega 11 milljón rúmmetrar. Rúmlega 30000 manns búa á svæðinu sem gæti farið undir vatn bresti þessar stíflur. Nú þegar er vatn farið að flæða yfir götur í bænum Qianjin.

Tölur um látna og slasaða eru birtar reglulega í kínverskum fjölmiðlum. Þegar þetta er skrifað eru 28881 látnir og 198431 slasaðir. Milljónir eru heimilislausar og talið að fleiri en 15 milljón hús hafi skemmst í skjálftanum og 3,1 milljón húsa hrunið. Í dag (laugardag) voru 2538 fórnarlömb grafin úr rústunum en aðeins 165 af þeim voru á lífi.

Það er einsdæmi í kínverskri sögu hversu opinn fréttaflutningur hefur verið af hamfarasvæðinu. Myndir af syrgjandi foreldrum og hjálparstarfsmönnum hefur leitt til þess að almenningur í Kína og víðar hefur opnað budduna og gefið til hjálpar starfsins. Áður fyrr hefði almenningur ekki gert það enda vanur því að ríkið sjái um sína. Góðgerðarfélög eru enda bönnuð í Kína og einungis örfá með leyfi til að starfa hér. Nú bregður svo við að almenningur hefur safnað sem nemur næstum 200 milljónum dollara og stendur jafnvel í marga klukkutíma í röð til að gefa. Skólar og vinnustaðir efna til funda til að safna fé. Í skóla sona minna verður slík söfnun á mánudaginn og keppni á milli bekkja hverjir safna mestu fé, þannig er stemmingin víða. Í heildina hefur Kína aftur á móti fengið sem nemur 860 milljónum dollara til hjálparstarfsins.

Kannski er breytt viðhorf kínverskra stjórnvalda til fréttaflutningsins tilkomið vegna Ólympíuleikanna sem haldnir verða hér í Kína í sumar. Það verður alla vega erfitt fyrir kínversk stjórnvöld að stjórna þeim 30000 fréttamönnum sem fylgjast með leikunum. Kannski er þetta merki um hvernig Kína er að opnast með aukinni velmegun og hagvexti.


mbl.is Fann fyrir eftirskjálfta í miðri hvatningarræðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Þetta er að mínum dómi þannig að svona fréttir er eitthvað sem Kínastjórn getur notað til að afla stuðnings og fella í skuggann fréttir af mótmælum gagnvart hernámi Tíbets.

Það er kanski ljótt að segja svona en þetta er mín tilfinning eftir að hafa lesið pistilinn þinn.

Þó vil ég benda á að ég er ánægður með hversu opinn fréttaflutningur er frá skaðasvæðunum í Kína. Þeir mega eiga heiður skilinn fyrir þetta.

Ég vona svo að sem flestum verði bjargað lifandi úr þessum hamförum.

Ólafur Björn Ólafsson, 17.5.2008 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband