Persónulegur harmleikur

Þegar fréttir af harmleik berast til Íslands frá fjarlægum stöðum eins og Kína eða Búrma þar sem tugþúsundir hafa farist getur verið erfitt að skilja harmleikinn. Það er erfitt fyrir þorra almennings sem í raun getur lítið gert í stöðunni nema þá kannski að styrkja alþjóðlegar hjálparstofnanir eins og Rauða Krossinn.

Íslendingar ættu samt að geta skilið hörmungar sem þessar út frá sinni persónulegu reynslu. Mannskæð snjóflóð og eldgos sem lagt hafa bæi í rúst hafa þjappað íslensku þjóðinni saman á örlagastundum og hún hefur sýnt hversu megnug hún er þegar hjálpar er þörf. Slíkur samhugur hefur nú sýnt sig hér í Kína þar sem almenningur réttir hjálparhönd hvar sem hægt er.

Fréttir af björgunaraðgerðum eru uppfærðar mörgum sinnum á dag á innlendum fréttavefjum og sögur af fólki sem bjargast eru í forgrunni. Inn á milli eru þó einnig sögur af persónulegum harmleikjum fólks sem misst hefur allt sitt og alla fjölskyldu sína.

Skrifari las eina slíka frétt með morgunkaffinu rétt í þessu. Þar var sagt frá farandverkamanni að nafni Deng Shilun sem kom frá þorpinu Pingtong. Hann var að vinna í borginni Ya'an í Sichuan sýslu og vissi að heimabær sinn væri nálægt miðju skjálftans. Hann lagði af stað um leið og hann frétti af skjálftanum en vegna gríðarlegrar umferðar og illa útleikins gatnakerfis tók það hann nokkra daga að ganga heim í þorpið sitt. Þar komst hann að því að öll stórfjölskylda hans hafði látist í skjálftanum og meirihluti allra húsa í þorpinu voru rústir einar. Hann missti níu fjölskyldumeðlimi á einu bretti, konuna sína, tengamóður, systur og bróður og fjölskyldur þeirra. Deng á eina dóttur sem slapp skjálftann en hún vinnur hjá tölvufyrirtæki í Shanghai.

Í dag kl. 14.28 hefst þriggja daga þjóðarsorg í Kína. Opinberum atburðum er frestað og fánar verða dregnir í hálfa stöng. Hlaupa átti með Ólympíueldinn hér í Shanghai á morgun og hinn en för hans hefur verið frestað eins og öðrum viðburðum.


mbl.is Ólympíuhlaupinu frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband