26.5.2008 | 11:24
Síðasta vikan hafin
Nú er full stutt í heimkomu. Þó svo það sé alltaf gaman að koma heim til Íslands eftir dvalir erlendis þá held ég að öll fjölskyldan kveðji Shanghai með söknuði. Dvölin hér hefur verið einkar skemmtileg og allt gengið eins og í sögu, meira að segja að læra kínversku. Öll erum við búin að læra heilmikið um menningu og siði kínverja, kynnast nýju fólki frá öllum heimsálfum og fræðast heilmikið um land og þjóð. Við höfum skoðað söfn, gallerí, musteri og ýmsa ferðamannastaði í Shanghai. Við höfum ferðast til þorpa í grennd við borgina og við fórum til Peking og Xian.
Það eina sem er eftir fyrir okkur að gera hér er að pakka. Við ætlum ekki að taka búslóðina, eldhúsáhöld, sængur og fleira sem þarf til heimilisins með okkur heldur gefa það Rauða krossinum. Annað tökum við með okkur en því miður er leyfð þyngd á farangri allt of lítil og því verðum við að pakka einhverju í kassa og senda með TNT.
Heimkoma er áætluð 31. maí rétt fyrir miðnætti.
Athugasemdir
ókey.... við verðum farin úr rúminu ykkar, vonandi. Annars tjöldum við bara fyrir ykkur úti í garði.
Ellý (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 16:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.