10.12.2006 | 12:56
2006 í grófum dráttum - Halldór Baldursson
Halldór Baldursson teiknari hefur gefiđ út bókina 2006 í grófum dráttum. Ţar er á ferđinni teikningar Halldórs sem birtst hafa í Blađinu. Hárbeittar, pólitískar og fyndnar teikningar af mönnum og málefnum líđandi stundar. Halldór hefur svo sannarlega tekiđ viđ forystuhlutverki á ţessu sviđi og ýtt mćtum mönnum eins og Sigmund og fleirum út á hliđarlínuna.
Í teikningum Halldórs fer saman mikill húmor og pólitísk ádeila, nokkuđ sem ađrir teiknarar íslensku blađanna hafa átt í erfiđleikum međ ađ sameina. Grín Halldórs er ţó alltaf međ alvarlegu ívafi og ţađ er engin slagsíđa á skođunum hans, hvorki til hćgri né vinstri (ef slíkar skilgreiningar eiga ţá enn viđ).
Ađ mínu mati eru tvćr teikningar í bókinni sem standa upp úr. Annars vegar er ţađ mynd sem birtist 27.9.2006 "Ómar ragnarsson, verndari hálendisins". Ţar siglir Ómar um á Örkinni á međan ţreyttir landvćttirnir sitja hjá íklćddir bandaríska fánanaum og segja "Hann er algjörlega ofvirkur ţessi nýi". Hins vegar er ţađ mynd frá 24.5.2005 sem gćti kallast "Fundur hjá Alţýđubandalaginu. Einhvern tímann á síđustu öld". Ţar situr Herra Ólafur Ragnar Grímsson međ flokksbrćđrum sínum og systrum og talar um hrćđilega martröđ sem hann dreymdi ţá um nóttina. "... Ég var orđinn forseti og var staddur á Torgi hins himneska friđar međ ógeđslega, ógeđslega ríku vinum mínum. Viđ ćtluđum ađ heilsa upp á verkalýđinn en ţá tók ég eftir ađ litlu kínverjarnir voru líka ógeđslega ríkir, allir međ bindi og vildu bara tala um verga ţjóđarframleiđslu og opnun markađa".
Margar ađrar frábćrar teikningar er ađ finna í bókinni og alveg víst ađ hver og einn getur fundiđ eina eđa tvćr sem höfđar til viđkomandi. Ţađ má líka segja ađ bókin sé nokkurs konar frétta annáll síđustu missera međ gaman sömu ívafi. Ég hvet alla til ađ rölta út í bókabúđ og ná sér i eintak af bókinni sem fćst eins og segir í auglýsingu í öllum betri bókabúđum.
Halldór Baldursson hefur starfađ sem teiknari frá 1989 og byrjađi ađ teikna fyrir Blađiđ í september 2005. Hann hefur hlotiđ hönnunarverđlaun FÍT annađ hvert ár frá 2002 og 2005 fékk hann bókaverđlaun barnanna fyrir Fíusól eftir Krístinu Helgu Gunnarsdóttur. Í ár hlaut hann Íslensku barnabókaverđlaunin fyrir Prinsessuna undurfögru og hugrakka prinsinn hennar eftir Margréti Tryggvadóttur.
Meginflokkur: Bćkur | Aukaflokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 16:39 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.