Saumaklúbburinn á Húsavík dó úr fínheitum

GunnellaSjálfstæðisflokkurinn er eins og höfuðlaus her þegar kemur að menningarmálum. Þessi mikilvægi málaflokkur er alltaf svolítið út á kantinum og svo virðist sem borgarstjórnarfulltrúar flokksins hafi aldrei tekið ákvörðun eða eru haldnir alvarlegum valkvíða þegar um hann er fjallað. Gæti kannski verið að þeir væru ekki starfi sínu vaxnir eða eru þeir bara með of mikið á sinni könnu.

Fyrir þremur árum í "borgarstjórartíð" Stefáns Jóns Hafsteins var sett á fót merkilegt fyrirbæri sem heitir Artótek. Það er staðsett í Borgarbókasafninu við Tryggvagötu og hefur það hlutverk að lána almenningi listaverk eftir samtímalistafólk. Slíkt er ágætt fyrirkomulag nema að ólíkt því að leigja sér bók þá gengur leigan upp í sem greiðsla vilji viðkomandi eiga verkið. Þetta er er að sjálfsögðu í andstöðu við samkeppnislög þar sem Reykjavíkurborg er þarna í beinni samkeppni við galleríin í borginni. Hugmyndin að þessu fyrirbæri fæddist þegar nokkrir mætir áhugamenn um myndlist reifuðu hugmynd að aðkomu Borgarinnar að lánum almenningi til handa til kaupa á samtímalist. Þarna átti að slá tvær flugur í einu höggi, lífga við myndlistarmarkaðinn og styrkja listamenn landsins.

Reykjavíkurborg sá sér leik á borði og stofnaði Artótek en þegar galleríin í borginni fóru með málið fyrir samkeppniseftirlitið var hlaupið til og komið á samstarfi á milli Borgarinnar, KB banka, listamanna og galleríanna um vaxtalaus listaverkalán. Þetta samkomulag var kallað tilraun sem átti að vara í þrjú ár eða þar til peningarnir sem Borgin lagði til verksins kláruðust. Peningarnir kláruðust snemma á þessu ári, rétt fyrir kosningar. Fráfarandi meirihluti þorði ekki á þeim tíma að framlengja samninginn og setja aukið fé í verkefnið þrátt fyrir að það skili líklega meira til Borgarinnar í útsvari en þeir lögðu til þess.

Nýr meirihluti tók við málinu eftir kosningar og tók sér nokkra mánuði til umhugsunar. Þessi langa umhugsun varð til þess að KB banki sá sér ekki fært að halda samstarfinu áfram enda farinn að kynna nýjar leiðir í sparnaði. Þetta gerðist í haust og síðan þá hefur málið velkst um hjá Borginni og enginn er tilbúinn til þess að taka ákvörðun og klára málið. Koma verkefninu aftur á laggirnar. Nú hvet ég nýjan meirihluta til þess að hysja upp um sig, reka á eftir því embættisfólki sem á að sjá um málið og keyra þetta í gegn. Laun listamanna eru í gíslingu því þetta verkefni hefur hækkað laun þeirra svo um munar.

Þegar ákveðið er að gera tilraun eins og að bjóða upp á vaxtalaus listaverkalán almenningi til hagsbóta þá býst maður við að tilraunin verði að varanlegu verkefni takist hún vel. En það er eins með þessa fínu tilraun sem tókst með eindæmum vel og saumaklúbbinn á Húsavík.

Þetta dó úr fínheitum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband