Vilt þú lán frá skattinum?

Þegar Sigurjón Árnason fyrrverandi bankastjóri Landsbankans fékk lán úr eigin lífeyrissjóði með aðstoð og stuðningi lögfræðings síns og ónafngreindra lögfræðinga Landsbankans var hann að fresta skattgreiðslum um 20 ár.
Úttektir úr séreignalífeyrissóðum eru skattlagðar eins og aðrar tekjur enda var tekjustofn launþegans lækkaður við innlögn í sjóðinn. Raunverulegur skattstofn ræðst því ekki fyrr en greitt er út úr sjóðnum og því er það á ábyrgð stjórnar lífeyrissjóðsins að viðhalda og ávaxta vel þá fjármuni sem þar eru. Sé það ekki gert lækkar skattstofninn og um leið lífeyrir viðkomandi. Einkalífeyrissjóður Sigurjóns fjárfesti á afar lélegum kjörum í Sigurjóni sjálfum langt undir eðlilegum kjörum og ljóst að þó lánin verði endurgreidd að fullu mun sjóðurinn rýrna sem og skattstofninn.

Þegar settur er upp einkalífeyrissjóður og lán veitt úr honum til eina launþegans sem greiðir í hann er ljóst að einungis er verið að koma sér undan því að greiða skatt. Skatt sem aðrir þegnar landsins þurfa borga. Í tilfelli Sigurjóns ætti skattgreiðslan að nema um það bil 25 milljónum króna sem frestast þar til hann endurgreiðið lánið og tekur peningana aftur út í form útgreiðslu lífeyris.

Sigurjón hefur því einhliða tekið 25 milljón króna lán frá skattinum.
Ættum við kannski frekar að segja að Sigurjón hafi tekið lánið frá mér og þér?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband