Barist um Listasafn Íslands

Listasafn ÍslandsÓlafur Kvaran safnstjóri Listasafns Íslands lætur nú senn af störfum því safnstjóri má einungis starfa í tvö fimm ára tímabil samkvæmt lögum um safnið. Það er menntamálaráðherra sem skipar safnstjóra eftir að starfið er auglýst og skal viðkomandi hafa sérfræðilega menntun og staðgóða þekkingu á myndlist og rekstri listasafna.

Ég tel að nú ætti að breyta um stefnu í safninu og ráða til starfans einstakling sem hefur góða þekkingu á rekstri, einstakling úr viðskiptalífinu. Það er nauðsynlegt að koma á enn frekari tengingu safnsins við viðskiptalífð og láta rekstur þess í hendur sérfræðinga á því sviði. Einstaklingur með menntun og reynslu á sviði viðskipta eða lögfræði væri tilvalinn í þetta starf. Það er hægt að finna einstaklinga með slíkan bakgrunn sem hafa staðgóða þekkingu á myndlist. Nú koma efalaust upp raddir sem segja að nauðsynlegt sé að ráða einstakling með einhvers konar menntun á sviði lista eða listasögu. Það tel ég ekki vera nauðsyn því nýr safnstjóri gæti ráðið slíka sérfræðing til safnsins.

Listsögufræðingar hafa sótt í störf safnstjóra og slíkt verður væntanlega raunin núna. Þeir umsækjendur sem orðaðir hafa verið við starfið eru Dr. Halldór B. Runólfsson listsögufræðingur og Guðbjörg Kristjánsdóttir safnsstjóri Gerðasafns í Kópavogi. Þau eru örugglega bæði ágætlega hæf til starfans en ég tel að betur færi ef ráðinn yrði aðili sem staðið hefur utan við myndlistarheiminn og kæmi óháður og óbundinn til starfans. Viðkomandi gæti rekið safnið án þess að þurfa að berjast við tryggðarbönd og myndað nýja innkaupastefnu sem ekki tekur mið af vinagreiðum eins og því miður hefur tíðkast um of í þessum geira.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband