18.9.2009 | 17:37
Kjósendur skildir eftir
Aldrei áður hefur það gerst að stjórnmálahreyfing hefur fjarlægst stefnu sína jafnfljótt og Borgarahreyfingin hefur gert. Stjórnmálahreyfingar hafa hingað til ekki breytt eða bætt við stefnu sína fyrr en í aðdraganda kosninga. Þannig hafa kjósendur getað gengið að því vísu að flokkurinn sem það kaus stefni að þeim málefnum sem er þeim kærast jafnvel og þrátt fyrir að einstaka stjórnmálamenn hafi aðra skoðun eða sannfæringu í einstökum málum.
Nú hafa ný lög fyrir Borgarahreyfinguna verið samþykkt og í þeim eru ákvæði sem jafngilda því að hreyfingunni hafi verið stolið af kjósendum. Atriði sem bæta við upphaflega stefnuskrá og breyta tilgangi hennar á svo róttækan hátt að ekki er lengur hægt að tala um sömu hreyfingu og kjósendur sýndu stuðning við í vor.
Það er því ekki að undra að almennir félagsmenn og stuðningsmenn Borgarahreyfingarinnar staldri við og hugsi; hver er að vinna að mínum stefnumálum?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Stefna Borgarahreyfingarinnar er óbreytt, afhverju ertu að halda öðru fram?
Lögin sem þú talar um voru unnin í opnu grasrótarsamstarfi á vegum Borgarahreyfingarinnar þar sem allir höfðu frjálsa aðkomu. Lögin voru svo lögð fyrir aðalfund, ásamt nokkrum umdeildum greinum sem ákveðið var að aðalfundur myndi fjalla um. Þar voru lögin svo samþykkt með breytingum.
Ekkert í þessum nýju lögum breytir tilganginum eða bætir við stefnuskrá. Þau voru einfaldlega gerð til þess að búa til lýðræðislegri ramma um starfsemi hreyfingarinnar því þar var pottur brotinn.
Mikið hlýtur málstaður Hreyfingarinnar að vera vondur finnst ástæða þykir til að fara með hrein ósannindi til að réttlæta þessi svik þingmanna við kjósendur.
Skil ekki hvernig jafn ágætur maður og þú lætur hafa þig í svona vitleysu að fara fram með þennan þvætting og það án minnsttu tilraunar rökstuðnings.
Jón Kristófer Arnarson, 18.9.2009 kl. 18:08
Jón rétt er það að engu hefur verið breyt í Stefnuskrá BH ....... enþá :-)
en eins og góður maður notaði sem útskíringu fyrir mig á að ekkrt sé að breytast varðandi Stefnuskrá
"Grétar Þú skrifar "opnað var fyrir þann möguleika að geta breytt henni á miðju kjörtímabili !" Það er ekki rétt, einungis landsfundur getur breytt stefnuskránni, eðlilega."
og Landsfundur er einu sinni á ári .................... jú mikið rétt alveg eins og ALÞINGISKONINNGAR
og Jón minn Hreyfingin og Borgarahreyfingin eru með SÖMU Stefnuskrá svo við skulum nú tala varlega um "slæman málstað"
og með rökstuðninng jón ! http://hreyfingin.blog.is
"
upprunaleg markmið var að Stefnuskrá yrði ekki breytt heldur hreyfinginn lögð niður þegar markmiðum yrði náð eða séð fram á að markmiðum yrði ekki náð ! BH snérist um (í gamla daga) að gera grunnstjórnkerfisbreytingar til að gera jarðveginn frjóan fyrir innkomu mismunandi aðila inn á þing ! svona "hit and run" það er nefnilega á Alþingi sem lagabreytingar fara fram ! meðal annars sú lagabreyting um að fjölga skuli í sveitastjórnum til að tryggja betur dreyfingu valds
"11.1.2. Frambjóðendur Borgarahreyfingarinnar skulu skrifa undir eftirfarandi heit:
Ég (fullt nafn frambjóðanda) heiti því að vinna eftir bestu getu að stefnu hreyfingarinnar eins og hún er samþykkt á landsfundi. Gangi sannfæring mín gegn meginstefnu hreyfingarinnar mun ég leitast eftir því að gera félagsfundi grein fyrir því og leggja í dóm félagsfundar hvort ég skuli víkja sæti við afgreiðslu þess máls"
víkja sæti gengur gersamlega í berhögg við áherslu í stefnuskrá um persónukjör, og náttúrulega við þessar greinar stjórnarskrár (sem við vissulega viljum breyta, en kannski ekki samvisku eið þingmanna)
47. gr.
Sérhver nýr þingmaður skal vinna ?1) drengskaparheit að stjórnarskránni, þegar er kosning hans hefur verið tekin gild.
1)L. 56/1991, 16. gr.
48. gr.
Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum.
...1)
1)L. 56/1991, 17. gr.
þaf þetta nánari útskíringa ?
en allavegna ef þessi lög BH hefðu verið í upphafi þá hefði ég svo sannarlega ekki lagt mitt litla nafn við BH !"
Grétar Eir (IP-tala skráð) 19.9.2009 kl. 12:21
Jóhann, hvorki stefnu né tilgangi BH var breytt á s.l. landsfundi. Þetta ættir þú að vita ef þú hefur fylgst með umræðunni.
Það var einfaldlega kosið á milli tveggja tillagna.
Önnur tillagan bannaði allar stefnubreytingar, eða því sem næst, líka í aðdraganda kosninga.
Hin tillagan bannaði ekki að gera breytingar á stefnunni. Sú var samþykkt og því er hægt að breyta stefnunni í aðdraganda næstu kosninga þegar BH leitast eftir að endurnýja umboð sitt. Þá er t.d. hægt að taka út atriði sem náð hefur verið eða ljóst að náist ekki.
Ingólfur (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 12:39
Ingólfur, lestu lögin aftur og lestu svo fundagerðirnar ykkar og sjáðu hvað er verið að gera og athugaðu svo hvað það var sem við í Hreyfingunni viljum ekki, þá sérðu hvernig málum er háttað.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 25.9.2009 kl. 11:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.