Gestabók
Skrifa í Gestabók
Gestir:
Kveðja
Blessaður Jói minn og til hamngju með afmælið um daginn. Hér inn um bréfalúguna var að berast póstkort frá Kína og takk fyrir það. Það verður gaman að fá ykkur aftur heim og jú það er sko alltaf grillveisla á Sæbakka 34 - en svo er líka spurning um að hittast á miðri leið ;-) Hvenar komið þið heim - er komin dagsetning? Kærar kveðjur frá okkur öllum til ykkar. Hildur Ýr og co.
Hildur Ýr (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 16. maí 2008
Re. Þegar ekkert er að gera
Pistillinn fór tvisvar inn því ég var að prófa að senda blogfærslu beint úr símanum mínum.
Jóhann Ágúst Hansen, fim. 15. maí 2008
þegar ekkert er að gera
Það er svakalegt að hafa ekkert að gera. Er það þess vegna sem þú tvítekur pistilinn. Kveðjur austur í letilífið, hafðu það gott. Elínbjört
Elínbjört (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 14. maí 2008
Afmæliskveðja
Ég sendi þér afmæliskveðju áðan veit ekki hvort hún skilaði sér. sendi þá bara aftur xxx og boð til ykkar Elmars að velja ykkur skrítinn, góða, eða dýran veitingastað á okkar kostnað og taka Moggu og Hansa með að sjálfsögðu. Þið getið auðvitað valið tvo staði þar sem þetta eru jú tvö afmæli og ferðin þarf ekki endilega að falla upp a afmælisdaginn sjálfan. Er ég ekki liðleg? Helstu fréttir héða eru að ég er búninað kaupa mér bíl, svona litla títlu sem hæfir lítilli miðaldra kellu. Hann heitir víst Mitsubishi Colt, er tveggja ára, silvurlitur og alger draumur. Ástarkveja frá mér, Palla og "ömmu gömlu" Elínbjört
Elínbjört (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 10. apr. 2008
Afmæliskveðja
Sæll Og blessaður Jói minn. Innilega til hamingju með afmælið. Ekki fylgir þessari kveðju nein afmælisgjöf en við Tryggvi bjóðum ykkur Elmari í mat að ykkar egin vali á afmælisdögunum og borgum allan brúsan eins og hjá Hansa. Nú er bara fyrir ykkur að finna skrítn, skemtilegan, eða dýra veitingastaði og raða í ykkur kræsingunum. Þið megið taka Möggu og Hansa með að sjálfsögðu. Af mér er þaðað frétta að ég keypti mér bíl í fyrradag, svona litla sæta títlu sem heitir Mitsubitsi Colt alveg ekta konubíll. Ég lofa að hreyfa bílin þinn af og til fyrir það. Ástarkveðja frá mér Palla og ömmu gömlu. Elínbjört
Elínbjört (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 10. apr. 2008
Takk fyrir
Takk fyrir og ég er ekkert gamall. Ekki gleyma að þú nærð mér óðfluga. Annars fékk ég hjól í afmælisgjöf frá Elmari. Það er svona lítið hjól sem hægt er að brjóta saman og það er engin stöng þannig að ég þarf ekki að klofa yfir til að fara á það. Enda erfitt að lyfta fótunum þegar giktin er að plaga mann.
Jóhann Ágúst Hansen, fim. 10. apr. 2008
Til hamingju með afmælið gamli skarfur!!!
Ertu búinn að panta sal fyrir fertugsafmælið??? the clock is ticking!!! Annars er voða gott að borða sveskjur if you know what I mean og það er vel hægt að mauka þær er gómarnir þola illa að tyggja þær. afmæliskveðja frá R27 á R22. Hættu að skæla ég var bara að grínast=)
Ellý (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 9. apr. 2008
Ég bara mátti til
að gera vart við mig. Það var svo gaman að rekast á þig hérna. Ég sá fyrst fyrirsögn um þjófa, leitt að svona skyldi fara. Svo álpaðist ég inn í "albúm" og þar var ferð á Arnarvatnsheiði. Ég hef gaman af allskonar útivist. Og þegar þangað var komið sá ég ykkur alla þrjá, félagana sem komu í afmælisveisluna okkar í Þósmörk. Þegar Grínvejur áttu tíu ára afmæli streymdu gestir víða að, þ.á.m. í "nokkrum" flugvélum. Þið hafið allir þroskast ágætlega sýnist mér, ég bið að heilsa Agli og Palla. Hvað skyldi annars rjúpan mín vera mikils virði? Þegar tengdaforeldrarnir fluttu í minna húsnæði máttu börnin hirða úr kassa það sem þau vildu, enginn hafði áhuga á þessari eldgömlu styttu nema ég. Ég er nefnilega ættuð úr Mosfellssveitinni og veit ýmislegt. Heima hjá mömmu stendur "Hafmeyjan" að vísu límd eftir "umferðarslys" í stofunni heima fyrir mörgum árum. En hún á sína sögu. Ég fékk líka frá afa og ömmu á Hulduhólum könnu allstóra, eða kannski frekar vasa, en það hefur brotnað af henni haldan sem einu sinni var. Gleðileg jól til þín og þinna, kv. Helga R. Einarsdóttir Grínverja á Selfossi.
Helga R. Einarsdóttir, fös. 22. des. 2006