Rannsóknarsetur menningarfræða við Háskólann á Bifröst

Ágúst Einarsson rektor Háskólans Á Bifröst tillkynnti á dögunum um stofnun Rannsóknarseturs menningarfræða við háskólann. Rannsóknarsetrið á að vinna að rannsóknum á sviðum tengdum skapandi atvinnuvegum s.s. listum og menningu ýmis konar.

Ágúst Einarsson hefur um árabil fjallað mikið um hagræn áhrif menningar og verið ötull talsmaður þess að vel sé studd við bakið á ýmsum listgreinum enda skili það sér margfalt til baka til þjóðfélagsins í heild. Fram kom í fyrirlestri Ágústar hjá Bandalagi íslenskra listamanna að hinar skapandi listgreinar skili meira en "5%  til landsframleiðslunnar, fjórfalt meira en landbúnaður og mun meira en stóriðjan. Listamenn eiga um helming af þessu en allt fléttast þetta saman og við skulum ekki einangra einstakar atvinnugreinar um of. Það eru þúsundir manna sem hafa fulla atvinnu af listsköpun, við skrif, leiklist, myndlist, tónlist, kvikmyndagerð, arkitektúr, listdans og svo framvegis"

Hið nýja rannsóknarsetur mun án efa styrkja Háskólann á Bifröst í samkeppni við aðra háskóla landsins auk þess að styrkja meistarnámið í menningar- og menntastjórnun sem þar er boðið upp á.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Menning/List getur aldrei staðið ein og sér í nokkru þjóðfélagi og getur ekki verið undirstaða í þjóðfélagi hvorki í landframleiðslu eða stærð. Góð listsköpun getur hinsvegar komið góðum boðskap til samfélagsins, það er hið besta mál. Menning/list endurspelglar samfélagið á hverjum tíma eða með öðrum orðum eggið kemur ekki á undan hænunni.

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 29.1.2007 kl. 17:05

2 Smámynd: Jóhann Ágúst Hansen

Það má vera að hinir skapandi atvinnuvegir muni aldrei standa einir og sér í þjóðfélaginu en slíkt má segja um hvaða atvinnuveg sem er. Ekkert þjóðfélag getur til lengri tíma litið einblítt aðeins á einn atvinnuveg. Íslendingar hafa til dæmis færst frá því að vera nánast algjörlega háðir sjávarútvegi. Nú hafa fjármálafyrirtæki, þekkingariðnaður og stóriðja bæst við ásamt ýmsu öðru. Það verður samt ekki fram hjá því litið að listir ýmis konar eru að skila þjóðarbúinu verulegar tekjur og því ber okkur að ýta undir frekari þátttöku þar og fagna fjölbreyttari atvinnumöguleikum þjóðarinnar.

Jóhann Ágúst Hansen, 29.1.2007 kl. 17:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband