Ríkari samfélagsskyldur bankanna

kbEnn og aftur eru slegin Íslandsmet í hagnaði og enn og aftur eru það bankarnir sem leiða vagninn. Hagnaður sem dugar til þess að reka íslenska ríkið í hálft ár liggur fyrir hluthöfum stóru bankanna til frekari útrásar. Þetta eru frábær tíðindi, það er frábært að það skuli ganga svona vel því nú geta þessi sömu fyrirtæki farið að gefa til baka. Ekki svo að skilja að bankarnir borgi ekki nóg í skatta og gjöld heldur frekar að þeir bæti í menningarsjóði sína.

Ég vil sjá bankana leggja meira til menningarmála og á fjölbreyttari grunni. Þeir hafa verið duglegir í að styrkja ýmis málefni en mig langar til að sjá fleiri myndlistarsjóði sem gera meira af því að kaupa myndlist frekar en að gefa beina styrki eða listamannalaun.

Mig langar til að sjá bankanna kaupa verk eftir ýmsa unga höfunda til jafns við þá sem eldri eru. Mig langar einnig að sjá fleiri styrki sem koma almenningi til góða eins og Samson gerði með því að styrkja Listasafn Íslands og mig langar til að sjá fleiri styrki til útrásrar og kynningar á íslenskum myndlistarmönnum erlendis.

Kannski ætti ég ekki vera rausa um hvað mig langar til að gera við hagnað bankanna en mér þætti vænt um að sjá þá rækta ennþá betur við samfélagsskyldu sína og efla menningu landsins.


mbl.is Hagnaður Kaupþings langt yfir spá Greiningar Glitnis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband