5.2.2007 | 11:50
Listasjóđur Dungal - gott framtak
Listasjóđur Dungal sem áđur hét Listasjóđur Pennans og var stofnađur af Gunnari Dungal til minningar um foreldra hans, Margréti og Baldvin P. Dungal, veitti rúma milljón í styrki til ţriggja listamanna á dögunum. Sjóđnum er ćtlađ ađ styrkja unga myndlistamenn og eignast verk eftir ţá.
Í ár voru ţađ listamennirnir Hye Joung Park, Kristín Helga káradóttir og Darri Lorenzen sem hlutu styrkinn. Ţćr Kristín Helga Káradóttir og Hye Joung Park hlutu 300.000,- kr. styrk en Darri Lorenzen 500.000,- kr.
Kristín Helga útskrifađist frá Listaháskóla Íslands áriđ 2004 en hún hefur einnig lagt stund á leiklist. Kristín Helga vinnur vídeóverk ţar sem hún skrásetur eigin gjörninga. Verkin byggja á orđlausri leikrćnni tjáningu hennar sjálfrar, oft í sviđsettu rými. Verk hennar eru á heimspekilegum nótum ţar sem fjallađ er um tilvistina og sálarlífiđ á einn eđa annan hátt. Kristín Helga stefnir á framhaldsnám erlendis.
Hye er fćdd í Suđur Kóreu. og lauk B.S.-námi í dýralćkningum frá háskólanum í Seoul áriđ 2001 en áriđ 2002 stundađi hún nám viđ Myndlistarskólann í Reykjavík. Hye útskrifađist međ B.A.-gráđu í myndlist frá Listaháskóla Íslands áriđ 2005. Hún býr og starfar í London og Reykjavík. Hye notar mjög gjarnan ljósmyndir og skúlptúra í verkum sínum og myndgerir međ ţví móti augnablik líđandi stundar.
Styrk ađ upphćđ 500.000 krónum hlaut myndlistarmađurinn Darri Lorenzen. Hann lauk námi frá Listaháskóla Íslands og síđar stundađi hann nám í raftónlist og sótti sér frekari myndlistarmenntun til Haag. Hann stundar nú framhaldsnám í Berlín.
Gunnar Dungal á hrós skiliđ fyrir starf sitt og uppbyggningu ţessa listasjóđs. Ţađ vćri gaman ađ sjá fleiri fyrirtćki feta í fótspor hans og efla íslenska list og unga sem aldna listamenn.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.