6.2.2007 | 12:17
Topp 10 listinn
Í einu af morgunblöðunum sá ég auglýsingu um kvikmynd sem tekin verður til sýningar í Regnboganum þann 9. febrúar. Lítur út fyrir að vera spennandi ævintýramynd fyrir unglinga og fullorðna, margverðlaunuð mynd samkvæmt auglýsingunni og tilnefnd til 6 óskarsverðlauna.
Það sem vakti athygli mína að í þessari auglýsingu er tekið sérstaklega fram að myndin sitji á fleirum en 130 topp 10 listum. Fer ekki að vera spurning um að gera topp 10 lista yfir þær myndir sem sitja á flestum topp 10 listum. Soldið farið að snúast um sjálft sig, er það ekki?
Vinsældarlsitar eru ágætir. Þeir hjálpa þeim óákveðnu til að mynda sér skoðanir á hinum ýmsu hlutum. Hverjir eru bestu rithöfundarnir, bestu kvikmyndagerðarmennirnir og bestu myndlistarmennirnir.
Vandamálið við þessa lista er að oft á tíðum eru þeir samsettir af misgáfulegum forsendum. Í besta falli geta þeir flokkast undir að vera skoðanir einstaklinganna sem settu þá saman. Síðan eru auðvitað listarnir sem fara eingöngu eftir sölu en þeir eru heldur ekki gallalausir.
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkar: Dægurmál, Kvikmyndir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.