Upp eða niður?

Það hafa orðið miklar breytingar á listaverkamarkaðinum á stuttum tíma. Verð verka hefur hækkað umtalsvert, bæði hjá samtímalistamönnum sem og á uppboðum. Nýjustu dæmin af uppboðum eru verk eftir Ásgrím Jónsson sem seldust fyrir meira en sex milljónir króna síðasta vor og leirverk Guðmundar Einarssonar frá Miðdal sem hafa allt að því fjórfaldast í verði á stuttum tíma.

Útrás og uppgangur í íslensku viðskiptalífi hefur fædd af sér nýjan hóp listaverkasafnara. Þessi nýji hópur er stór og hefur fjárhagslega burði til þess að fjárfesta í listaverkum. En þessi þróun er ekki eingöngu bundin við Ísland. Efnahagslífið beggja vegna Atlantshafsins og í Kína hefur verið með besta móti og þar hafa verð listaverka náð nýjum hæðum.

Fyrir nokkrum árum hefði verið óhugsandi að verk eftir kínverskan samtímalistamann næði einnar milljón dollara markinu. Nú er það orðið algengt að sjá verð verka á uppboðum stærstu uppboðshúsana nálægt og jafnvel fara yfir eitt hundrað milljón dollara. Verðin á alþjóðlegum uppboðsmarkaði hafa farið beint upp á við síðustu ár.

Eins og á húsnæðismarkaðnum spyrja menn sig nú hvort hámarkinu hafi verið náð. Það er stóra spurningin og í hvert sinn sem einhver lýsir því yfir að endalokunum sé náð, fer allt af stað aftur og hækkar enn frekar.

Ætli það sé ekki best að segja bara: "Annað hvort hækkar þetta meira eða það gerir það ekki".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband