9.2.2007 | 14:22
Menningarútrás
Gott framtak hjá þeim stöllum, Valgerði Sverrisdóttur utanríkisráðherra og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, að efla íslenska útrás listamanna. Mikið hefur verið rætt um útrás bankanna, útrás fyrirtækja með íslenskt hugvit í forgrunni og því tími til kominn að efla útrás íslenskrar lista. Nú verðum við að vona að sjónum verði í auknu mæli beint að myndlistinni því bæði íslensk tónlist og íslensk leiklist hefur hingað til verið í forgrunni.
Ég er sannfærður um að styrkir sem þessir til íslenskrar menningar skili sér margfalt til baka til þjóðfélagsins, ekki aðeins í bættri vellíðan heldur einnig fjárhagslega.
Efla á áhuga í öðrum löndum á íslenskri list og menningu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.