Hægri vinstri snú

Hlynur Hallsson myndlistarmaður og varaþingmaður Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi skrifaði hér bloggið grein um að það væri þversögn að vera hægri grænn og það besta í stöðunni væri að kjósa Vinstri græn.

Það getur nú ekki verið að vinstri sinnað fólk eigi einkarétt á umhverfisvernd og það getur alls ekki verið að þeir sem eru til hægri eða bara á miðjunni geti ekki einnig verið umhugað um landið okkar.

Er það kannski þannig farið að ekki sé fylgi við stjórnmálaskoðanir Vinstri grænna heldur einungis umhverfisstefnu þeirra? Það gæti farið svo að bæði Vinstri grænir og hinn nýji vængur Framtíðarlandsins, Hægri grænir, muni eingungis deila fylginu til hagsbóta fyrir stjórnarflokkana. Kannski er það sem Hlynur á við þegar hann segir Vinstri græna vera besta kostinn í stöðunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband