Ólafur vs. Kjarval

Útrás Íslendinga heldur áfram og nú er það Jóhannes S. Kjarval sem hittir fyrir einn þekkasta núlifandi listamann okkar (eða Dana ef út í það er farið) Ólaf Elíasson.

Þetta er frábær hugmynd að skella saman landslagsmyndum Kjarvals og landslagsljósmyndum Ólafs. Þegar þær eru skoðaðar í þessu samhengi verður manni ljóst að það er alls ekki eins langt á milli þessarra tveggja listamanna og ætla mætti í fyrstu. Það er bara tíðarandinn og tæknin sem hefur breyst en landslagið er það sama.

Ég held að það sé óhætt að hvetja alla sem leið eiga um Kaupmannahöfn á næstunni til þess að líta við á Gammel Strand og fá smá þef af Íslandi.


mbl.is Forseti Íslands flytur ávarp við opnum í listasafninu Gammel Strand
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband