Samkeppnishömlur Myndstefs

Myndstef (samtök íslenskra myndhöfunda á sviði höfundaréttar) innheimtir höfundarréttargjald af þeim sem selja myndlist hvort sem er á uppboðum eða í beinni sölu. Vandamálið er að Myndstef fer ekki að lögum sem þó voru samin í samvinnu við samtökin.

Samtökunum ber að innheimta þetta gjald af öllum sem bjóða upp myndlistarverk hvort sem um er að ræða félagasamtök á borð við Lions eða Kiwanis eða einkaaðila. Þessari skyldu sinni gegna þeir ekki heldur innheimta gjaldið einungis af þeim sem þeir kjósa en sleppa öðrum við gjaldið. Þetta leiðir að sjálfsögðu til þess að þeir aðilar sem gjaldið er innheimt af búa við skerta samkeppnisstöðu á myndlistarmarkaði.

Myndstef heyrir undir Menntamálaráðuneytið og því er þessi mismunun með öllu óásættanleg og hvet ég Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra til þess að setja reglurgerð sem allra fyrst sem tekur af allan vafa um hverjir eigi að greiða höfundarréttargjaldið.


mbl.is Ábendingar um samkeppnisbrot frá almenningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband