Kjarval heim?

KjarvalEins og komið hefur fram hefur málverk sem vitað var að Jóhannes S. Kjarval málaði komið í leitirnar í Danmörku. Verkið á að bjóða upp hjá uppboðshúsinu Bruun-Rasmussen í Bredgade í Kaupmannahöfn 28. febrúr n.k.

Búast má við að þetta verk verði selt fyrir einhverjar milljónir króna og ef ég ætti að spá fyrir því þá myndi ég veðja á 3,5 til 4 milljónir.

Ljóst er að margir myndu vilja fá þetta verk heim til Íslands og helst inn á íslenskt safn. Það er einnig ljóst að ekkert íslenskt safn hefur ráð á því að kaupa þetta verk nema fórna meirihluta innkaupafé sínu. Fari svo að verkið seljist á 4 milljónir má áætla að það sé fjórðungur af innkaupagetu Listasafns Íslands.

Sé raunverulegur vilji íslenskra stjórnvalda að styðja við íslenska list og menningu með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra í fararbroddi þá verður að koma til aukafjárveitingar til Listasafns Íslands til þess að kaupa verkið. Það er ekki hægt að ætlast til þess að tekið sé af venjubundnum fjárveitingum safnsins og þar með getu þess til að styðja við fjölmarga samtímalistamenn með kaupum á verkum þeirra.

Íslendingar hafa löngum barist fyrir því að fá menningarverðmæti heim og nú er tækifæri til að berjast fyrir því að fá Kjarval heim. Einnig væri mögulegt að leita til einkaaðila til að fjármagna kaupin og færa Listasafni Ísland það að gjöf.


mbl.is Kúbískt verk eftir Kjarval komið fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband