Kjarvalsstaðir og geirfuglinn

KjarvalFyrir all mörgum árum var ákveðið að bjóða upp síðasta geirfuglinn. Íslendingar tóku sig þá til af miklum skörungskap og hófu söfnun til að fá geirfuglinn heim. Allt fór á besta veg, Íslendingarnir söfnuðu ákveðinni upphæð sem sagt var frá opinberlega og uppboðshaldarinn hló innra með sér. Nú vissi hann nákvæmlega hvað hann gæti fengið fyrir fuglinn.

Það sama er að gerast núna í kring um söluna á verkinu Hvítasunnudag eftir Jóhannes S. Kjarval sem bjóða á upp hjá Bruun Rasmussen seinna í þessum mánuði. Forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur hefur lýst því yfir að safnið vilji mjög gjarnan eignast verkið og nú bíðum við bara eftir því að hann lýsi því yfir að þeir hafi fimm milljónir króna til umráða. Kannski fær safnið þá verkið á 4,9 milljónir og allir eru sáttir, sérstaklega uppboðshaldarinn.

Forstöðumaður Kjarvalssafnins sagði reyndar í útvarpsviðtali að Kjarval hefði útskrifast 1917 eða um það leiti sem þetta verk er málað en hið rétta er að hann útskrifaðist ekki fyrr en ári seinna, en það er nú önnur saga.


mbl.is Listasafn Reykjavíkur hefur áhuga á að kaupa Hvítasunnudag eftir Kjarval
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband