Metverð fékkst fyrir Ásgrím Jónsson

Ásgrímur JónssonVerk eftir Ásgrím Jónsson seldist á rúmlega 10 milljónir króna á uppboði hjá Galleríi Fold í kvöld. Verkið sem er málað 1911 og sýnir Rangárvelli og Þríhyrning er vatnslitamynd, 37x59 cm að stærð og var í afar góðu ásigkomulagi. Skemmst er að minnast þess að verk eftir Ásgrím seldist fyrir rúmar 6 milljónir á uppboði Gallerís Foldar fyrir rætt tæpu ári síðan og því ljóst núna að ekki var um einstakt tilfelli að ræða. Það er skemmtileg tilviljun að í dag, 4. mars, er fæðingardagur Ásgríms Jónssonar en hann fæddist 1876.

Fleiri verk seldust á háu verði á uppboðinu og má þar á meðal nefna verk eftir Þorvald Skúlason sem var slegið á 6,5 milljónir króna, tvö verk eftir Gunnlaug Blöndal voru annars vegar slegin á 3,5 milljónir og hins vegar á 4,5 milljónir. Að lokum má nefna að verk eftir Einar Jónsson frá Fossi var slegið á 900.000 en svo hátt verð hefur aldrei áður fengist fyrir verk Einars.

Uppboðið var haldið í Súlnasal Hótel Sögu þar sem vel á fjórða hundrað gesta sátu við öll borð og alla ganga en líklega er þetta best sótta uppboð sem haldið hefur verið um áratuga skeið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir

Í minni fjölskyldu hugsum við vel um málverk af því að við lítum svo á að þau séu ómetanlegir dýrgripir.  Ég hef þá trú að góð íslensk málverk eigi eftir að verða ennþá verðmætari í framtíðinni. 

Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir, 5.3.2007 kl. 01:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband