Verk eftir Svavar og Ólaf seljast í Danmörku

Svavar GuðnasonÍ dag lauk uppboði á tveimur íslenskum verkum hjá Bruun Rasmussen í Kaupmannahöfn. Annars vegar lítilli teikningu eftir Ólaf Elíasson og hins vegar á verki eftir Svavar Guðnason.

Verk Ólafs er lítið þrykk gert í 90 eintökum og var metið á Dkr. 3.000 en seldist fyrir Dkr. 1.750 eða um það bil 26 þúsund íslenskar krónur með uppboðsgjöldum.

Verk Svavars sem einnig er gert á pappír seldist aftur á móti fyrir Dkr. 5.500 þrátt fyrir að vera metið á Dkr. 6.000 til 8.000 sem gera um það bil 80 þúsund íslenskar. Þetta verð er á svipuðum nótum og fengist hefur fyrir verk Svavars á síðustu uppboðum hjá Galleríi Fold og Bruun Rasmussen. Verk Svavars er gert með vaxlitum á pappír og er 21x34 cm að stærð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband