Nær Rothko metinu aftur?

Mark Rothko White CenterÍ nóvember 2005 seldist verkið "Homage to Matisse" eftir Mark Rothko á 22.416.000 dollara og varð þar með dýrast verk eftirstríðsmálaranna. Þetta met var síðan slegið þegar verkið Untitled XXV eftir Willem de Kooning var selt á 27.100.000 dollara ári seinna. Nú er búist við því að Mark Rothko nái þessu meti aftur þegar verkið White Center verður boðið upp í New York.

Síðustu ár hefur þróunin verið sú að verð listaverka hafa stigið í nýjar hæðir. Þessi þróun er ekki eingöngu bundin við Bandaríkin þó sá markaður sé hvað sterkastur. Verð hafa einnig hækkað mikið í Bretlandi og Þýskalandi þar sem stærstu uppboðsmarkaðir Evrópu eru. Þessar verðhækkanir hafa einnig teygt anga sína til íslenskra listaverka eins og sjá má á nýlegum sölum verka eftir Kjarval í Kaupmannahöfn og Ásgríms Jónssonar í Reykjavík.

Mark Rothko var einn af fremstu málurum Bandaríkjanna eftir stríð. Hann fluttist þangað 10 ára gamall 1913 og fór síðan í nám við Yale háskólann. Eftir tveggja ára nám við Yale fluttist hann til New York þar sem hann kom sér upp vinnustofu við 53. stræti. Vinnuferill Mark Rothko nær yfir fimm áratugi og verk hans þykja formföst hvað varðar lit, dýpt og jafnvægi. Um verkin sín sagði hann sjálfur; "að það skipti ekki máli hvað hann málaði svo lengi sem það sé vel málað. Það er ekki til gott málverk sem fjallar ekki um neitt."


mbl.is Rothko-málverk selst fyrir milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband