Kynjamunur á listaverkamarkaði

Samkvæmt frétt í Morgunblaðinu í dag (28.3.2007) er verulegur kynjamunur á listaverkaeign breska Tate safnsins. Einungis 7% af safnaeigninni er eftir konur sem þó eru 12% af listamönnum sem safnið a verk eftir. Tate safnið hefur nú sett sér það markmið að minnka þennan mun.

Engin rannsókn hefur verið gerð hér á landi hvernig skiptingin er á milli kynjanna á listasöfnunum né heldur hvort kaupendur listaverka almennt séu frekar að leita eftir verkum kvenna eða karla.

Óformleg könnun sem skrifari gerði á listaverkamarkaðinum leiddi í ljós að nokkur munur er á kynjunum. Könnunin náði yfir sölu verka í galleríum á árinu 2006. Verk sem voru seld á uppboðum voru ekki tekin með í þessari könnun. Niðurstöður könnunarinnar voru þær að um það bil 55% listamanna sem seldu listaverk á árinu 2006 voru konur og þær áttu 51% af andvirði seldra verka á tímabilinu. Þessi skipting er sem sagt nokkuð jöfn hér á landi. En ef fjöldi verka sem eru á bak við þessar tölur eru skoðaðar þá kemur í ljós mikið ójafnvægi. Konur gerðu 81% af þeim verkum sem seld voru á tímabilinu á meðan karlar gerðu einungis 19%. Meðalverð verka karlkyns listamanna var um það bil kr. 97.000,- á meðan meðalverð kvenkyns listamanna var tæplega kr. 24.000,-.

Þessi óformlega könnun á listaverkamarkaðinum bendir til þess að mikill munur er á stöðu kvenna og karla og að launamunur kynjanna gæti verið verulegur. Þessar niðurstöður gætu líka bent til þess að karlar vinni frekar að fáum og stórum listaverkum á meðan konur leiti frekar í að vinna smærri en fleiri verk.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

skildi feministafélagið vita af þessu? og ætla þær ekki að berjast í að breyta þessu

Halli (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 17:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband