Íþróttamenn Andy Warhols boðnir fyrir tæpa 2 milljarða

Richard Weisman og Vigdís Finnbogadóttir
Richard Weisman og Frú Vigdís Finnbogadóttir við opnun sýningar á verkum Andy Warhol í Galleríi Fold árið 2003.

Listaverkasalanum Martin Summers í London hefur verið falið að selja heilt sett af íþróttamyndum eftir Andy Warhol og er búist við að það fáist 1,8 milljarður króna eða 28 milljónir dollara fyrir þær.

Þetta er í fyrst sinn sem heilt sett úr þessari seríu er boðið til sölu en hvert verk er áritað af Andy Warhol og viðkomandi íþróttamanni, m.a. Muhammad Ali, Jack Nicklaus og O.J. Simpson.

Listaverkasafnarinn Richard Weisman er seljandinn en hann var góður vinur Andy Warhol og fékk hann til að mála íþróttamennina á sínum tíma og greiddi fyrir það 51,2 milljónir króna. Warhol gerði mun fleiri myndir en Weisman óskaði eftir og leiddi það síðar til deilna á milli hans og Andy Warhol sjóðsins um eignarétt. Sú deila var leist á þann veg að Weisman fékk öll verkin en gaf sjóðnum hluta af þeim aftur. Richard Weisman stóð þá uppi með 120 verk eftir Warhol sem hann síðan hefur gefið m.a. þeim íþróttamönnunum sem þátt tóku í verkinu og íþróttasamböndum sem þeir tilheyrðu en einnig til barna sinna þriggja. Gangi þessi sala eftir þá hafa verk Andy Warhols 190 faldast í virði frá því Weisman keypti þau.

Gallerí Fold við Rauðarárstíg hélt sýningu á þessum verkum árið 2003 í samstarfi við Richard Weisman en um það bil tíu þúsund manns sáu þá sýningu.

Að hluta til skv. frétt The Art Newspaper


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband