Meira af Ólafi Elíassyni

Olafur_Eliasson_The_Fault_Series Uppboðshúsið Phillips de Pury og Company í New York heldur áfram að bjóða upp verk eftir Ólaf Elíasson. Að þessu sinni bjóða þeir upp tvö verk eftir þennan ágæta listamann, annars vegar skúlpturinn Colour Kaleidascope sem er kviksjá úr tré og gleri og hins vegar 32 ljósmyndir af misgengi Íslands, The Fault Serie.

Hvort tveggja þessara verka eru metin af uppboðshúsinu á allt að 8,6 milljónir króna en stutt er síðan annað eintak af kviksjánni var selt á rúmlega 10 milljónir.

Uppboðið fer fram í New York eftir tvo daga (22.7.) og verður gaman að sjá hvernig fer.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband